„Hetjan mín ert þú“ er bók sem skrifuð er handa börnum um heim allan sem hafa orðið fyrir áhrifum af COVID-19 faraldrinum.
„Hetjan mín ert þú“ ætti helst að vera lesin af foreldri, umönnunaraðila eða kennara fyrir barn eða lítinn barnahóp. Ekki er mælt með að börn lesi þessa bók sjálf án stuðnings foreldris, umönnunaraðila eða kennara. Í leiðarvísinum „Aðgerðir fyrir hetjur“ (sem verður gefinn út síðar) er að finna upplýsingar um það hvernig má nálgast umræðuefni tengd COVID-19 í því augnamiði að hjálpa börnum að hafa stjórn á tilfinningum og geðbrigðum, auk tillagna um sitthvað fleira fyrir börn að fást við í tengslum við bókina.