Litlu augnablikin eru lífið okkar
Núvitund á heimilum og í skólum á óvissutímum
Nú er haustið að birtast okkur með öllum sínum litbrigðum og jafnvel enn meiri en áður. Óvissa um hvernig haustið verður felst ekki aðeins í veðrinu heldur líka í aðstæðum í samfélaginu okkar. Hvern hefði órað fyrir því fyrir nokkrum mánuðum að við stæðum frammi fyrir svo breyttri heimsmynd? Nú sem aldrei fyrr reynir á aðlögunarhæfni okkar og útsjónarsemi, umburðarlyndi og jafnvægi. […]