Kæru UPRIGHT vinir,
Við vonum og þið og fólkið ykkar sé öruggt og líði vel miðað við þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir sökum COVID-19 faraldursins. Faraldurinn hefur haft áhrif á okkur öll á einn eða annan hátt, heilsu okkar, öryggi og daglegar venjur okkar hafa raskast.
Lýðheilsusvið embættis landlæknis hefur tekið saman 10 heilræði sem byggja á niðurstöðum rannsókna á því hvað er gagnlegt að gera til að hlúa að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan. Nú þegar við stöndum frammi fyrir nýjum áskorunum tengdum kórónuveirunni er mikilvægt að huga vel að þessum þáttum. Hér má finna heilræðin.
Nú þegar annað skólaárið okkar í UPRIGHT er senn á enda er við hæfi að líta til baka og fara yfir það sem við höfum áorkað. Við viljum byrja á því að þakka viðmiðunar- og íhlutunarskólunum fyrir þeirra þátttöku og framlag til UPRIGHT. Í þessu fréttabréfi er að finna greinar um það hvernig verkefninu miðar áfram, uppfærslur á UPRIGHT vefsvæðinu fyrir skóla, foreldra og samfélög, samstarf foreldra og skóla og viðtal við einn af UPRIGHT kennurum okkar sem innleiðir námsefnið í sínum skóla.
Eitt af meginmarkmiðum okkar er að sýna fram á með raunprófuðum hætti að með því að efla ákveðna seigluþætti sé hægt að bæta andlega heilsu og vellíðan ungmenna. Ekki má gleyma að framlag viðmiðunarskólanna, þeirra sem munu kenna námsefnið að rannsókn lokinni, er afar mikilvægt til að meta árangur námsefnisins. Við erum sérlega þakklát fyrir þeirra þáttöku og jákvætt viðmót til verkefnisins og vonum að kennarar, foreldar og aðrir í skólasamfélaginu njóti góðs af UPRIGHT námsefninu í framtíðinni. Enn og aftur takk fyrir ykkar mikilvæga framlag.
Kennarar, foreldrar og nemendur hafa allir lagt sitt af mörkum til að láta hlutina ganga upp á þessum fordæmalausu tímum þar sem í sumum löndum hefur verið algjört útgöngubann og skólar lokaðir til þess að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu COVID-19. Í UPRIHGT skólunum höfum við aðlagað okkur að þessum aðstæðum og mikil vinna hefur verið lögð í að endurskipuleggja matið á námsefninu. Við erum þakklát okkar frábæra skólasamfélagi fyrir skilning og aðstoð á þessum skrítnu tímum.
Eitt af mikilvægu verkefninum fyrir okkur sem rannsóknarverkefni er svörun spurningalista. Við þökkum öllum þeim sem hafa nú þegar tekið þátt og svarað. Markmið okkar er að ná 6000 nemendum og 6000 foreldrum!!
Við óskum eftir ykkar þátttöku og biðjum þá sem eiga eftir að svara að drífa í því. Það tekur einungis 15-20 mínútur að svara spurningalistanum. Linkur á spurningalistann ætti að hafa borist í tölvupósti!
Á UPRIGHT vefsvæðinu er að finna efni tengt námsefninu. Markmið okkar er að meta árangur verkefnisins áður en það verður gert opinbert. Af þeim sökum er allt efni inn á síðunni verndað með lykilorði og einungis tiltækt íhlutunarskólunum okkar.
Endurbætur á síðunni hafa verið þróaðar og endurskipulagðar til að einfalda niðurhali efnisins fyrir íhlutunarskólana okkar. Sýndarþjálfari, sem hjálpar starfsfólki skólans að komast á réttan stað og finna UPRIGHT kennsluefnið, hefur verið bætt við á síðuna.
Á opna svæðinu, þar sem almenningur getur fylgst með fréttum af því sem er að gerast m.a. í námsefninu Vellíðan fyrir alla. Í báðum hlutum verkefnisins hafa yfir 3000 manns hoppað á UPRIGHT vagninn og fengið þar stuðning og upplýsingar um hvernig best sé að innleiða Vellíðan fyrir okkur og Vellíðan fyrir alla verkefnið.
Við vonumst til þess að geta haldið áfram að treysta á þátttöku skólanna næstu mánuði og munum við halda áfram að deila með ykkur fréttum, framförum og árgangri sem hefur náðst með UPRIGHT verkefninu, bæði innanlands sem utan.
Sem foreldrar viljum við það besta fyrir börnin okkar. Við viljum að þeim líði vel, þau séu örugg og gerum það sem í okkar valdi stendur til þess að huga að andlegri, félagslegri og líkamlegri heilsu þeirra. Við upphaf skólagöngunnar hefst samstarf foreldra og skóla með vellíðan barnsins í að leiðarljósi. Foreldrar eru fyrstu og mikilvægustu kennarar barna sinna og eru ábyrgir fyrir uppeldi þeirra. Það er svo hlutverk skólans að styðja við foreldra í menntun barnana með tilliti til stöðu hverrar fjölskyldu. Það er einnig hlutverk skólans að stuðla að og viðhalda góðu samtarfi milli foreldra og skóla.
Rannsóknir sýna að börn foreldra sem eru virkir í menntun barna sinna og viðhalda góðum samskiptum við skólann og kennara eru líklegri til þess að líða betur og ganga betur í skólanum. Þá er viðhorf þeirra til skólans og námsinis jákvæðara. Markmiðið með samstarfi heimilis og skóla er að stuðla að vellíðan barnsins og efla getu þess til náms. Til þess að ná því markmiði verður samstarf foreldra og skóla að vera til staðar, samstarf sem byggir á gagnkvæmri virðingu og skilingi á því hvers er ætlast til af báðum aðilum.
Foreldrar geta tekið virkan þátt í skólastarfi með því að vera í góðu sambandi við skólann og kennara barna sinna. Einnig með því að sýna því áhuga sem börnin eru að gera í skólanum og sækja fundi sem skipulagðir eru af skólanum. Þá skiptir einnig máli fyrir foreldra að hafa raunhæfa sýn á getu barnsins og einbeita sér að styrkleikum þess og veita aukinn stuðning þar sem þess er þörf.
Hér er hægt að lesa meira um hvernig UPRIGHT stuðlar að samstarfi heimila og skóla.
Hefur UPRIGHT nýst þér sem kennara (í kennslu)?
Upright hefur kennt mér aukna þolinmæði í kennslunni og eflt hjá mér seiglu. Hef tileinkað mér jákvæðan hugsunarhátt og valið mér baráttur í starfi. Ég tel mig hafa aukið hjá mér vellíðan í starfi og staldrað betur við þau viðfangsefni sem ég hef tekið að mér. Eflt hjá mér virka hlustun bæði gangvart vinnufélögum og nemendum. Ég finn að ég er betur í stakk búin til þess að takast á við erfið verkefni ef upp koma. Næ að halda ró og nýti mér bjargráðin til þess að leysa verkefi á sem jákvæðastan hátt.
Hefur UPRIGHT nýst þér í þínu persónulega lífi?
Upright námsefnið er þeim hæfileikum gætt að það nýtist öllum sem komið hafa að því að kenna það með einum eða öðrum hætti. Það nær að læðast inn í undirmeðvitundina og snertir alla þá þætti sem krefst í daglegu lífi. Hvort sem það er í samskiptum við vinnufélaga, maka eða börn. Uprigt hefur kennt mér annan og betri þankagang. Hef sýnt meiri seiglu í þeim verkefnum sem ég hef þurft að takast á við í lífinu og hvetur mig til þess að endurhugsa hverja einustu ákvörðun sem ég hef tekið. Ég tel mig betri foreldri, maka og persónu í daglegu lífi. Hef náð að hæga á þeim streituvöldum sem hafa áhrif á mann daglega. Ég þekki betur þolmörkin mín og hef aukið sjálfstraust sem nýtist mér í lífinu.
Hverjir eru helstu kostir námsefnisins?
Helstu kostir við námsefni Upright er hversu fjölbreytt það er. Hægt að aðlaga hvern hluta að nemendum eftir því hvernig á við. Grunnurinn af verkefnavinnu eftir hvern kafla bíður upp á fjölbreyttan kennsluhátt sem á vel við á þessum tímum.
Finnst þér nemendur vera tileinka sér þá færni sem verið að þjálfa með námsefninu?
Ég tel að nemendur tileinki sér námsefni Upright með tímanum. Þetta nær að síast inn í undirmeðvitundina hjá nemendum og fær þá til þess að hugsa um núið. Sýna smá seiglu þegar þeir takast á við verkefni sem þeim þykja flókin. Þó að nemendur nái ekki tökum á efninu strax þá vill ég meina að þeir muni nýta sér þetta á einhvern hátt. Með því að auka þekkingu nemenda á eigin geðheilsu og nýta okkur klípisögur þá stuðlum við að betri líðan hjá nemendum. Við náum til breiðari hóp og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þau öðlist sjálfstraust og eru betur í stakk búin til þess að takast á við lífið.
Hefur UPRIGHT nýst þér í Covid-19 ástandinu?
Ég tel mig hafa nýtt mér Upright efnið í ástandinu. Hef nýtt mér núvitundina til þess að staldra aðeins við og náð að stilla mig af. Þar af leiðandi hef ég verið til staðar fyrir fólkið mitt og einnig geta sýnt nemendum mínum yfirvegun og stillu þegar á reyndi.
Hefur UPRIGHT stuðlað að öðruvísi vinnubrögðum meðal kennara eða hvernig kennarar vinna saman?
Við í Norðlingaskóla búum undir ótrúlegi aðlögunarhæfni og tekist á við þau verkefni sem okkur hafa verið sett fyrir og tel ég að við höfum verið ótrúlega heppinn að fá að takast á við Upright verkefnið. Við höfum tileinkað okkur orðaforða Upright og reynt að sýna seiglu og þrautseigu í öllu okkar starfi. Ég held að með tímanum mun efni Upright tileinka sér sess í skólanum eins og hver annar bragur.
Ertu með einhver skilaboð til annarra UPRIGHT kennara?
Það mikilvægasta við Upright verkefnið er að taka því með opnum hug. Þetta er mikið efni og margt nitsamlegt. Kennarar verða að sýna seiglu og þrautseigju. Þolinmæði og staldra við. Þetta efni bíður upp á marga möguleika í kennslu. Ekkert endilega bundið við Upright tíma heldur einnig hægt að koma þessu við inn í faggreinatíma. Mikilvægt að kennarar vinni saman í teymum, hafi hugmyndabanka sem auðvelt er að nálgast efni til að vinna með. Hópfundir þar sem kennarar koma saman og miðla reynslu sinni sín á milli.
Fyrsta vísindagreinin um UPRIGHT er komin út, UPRIGHT, a resilience-based intervention to promote mental well-being in schools: study rationale and methodology for a European randomized controlled trial Greinin birtist í tímaritinu, BMC Public Health journal og má finna í heild sinni hér.
Carlota Las Hayas frá Kronikgune tók þátt í viðburði með öðru verkefni í Brussel
Hér eru myndir frá UPRIGHT kennslunni á Ítalíu og í Danmörku:
Fjórði fundurinn UPRIGHT teymisns fór fram í febrúar í Bilbao
Copyright © 2019 UPRIGHT, All rights reserved.