Fréttabréf #1

Við viljum byrja á því að þakka öllum þátttakendum fyrir framlag þeirra til verkefnisins. Skólasamfélagið, kennarar, skólastjórar, foreldrar og nemendur, það er ykkur að þakka að verkefnið varð að veruleika.

Við erum afar þakklát fyrir þátttöku ykkar og jákvæðni í garð verkefnisins. „Við höfum öðlast sameiginlegt tungumál“ og „þetta er verkefni sem víkkar sjóndeildarhringinn“ eru meðal skilaboða sem við höfum fengið frá foreldrum eftir fyrstu fyrirlögn verkefnisins. Að fá svona endurgjöf er hvetjandi fyrir áframhald verkefnisins og hlökkum við til að hefja okkar annað skólaár með UPRIGHT.

Í þessu fyrsta fréttabréfi ætlum við að segja frá fyrstu 18 mánuðum verkefnisins. Mikið vatn  hefur runnið til sjálvar síðan UPRIGHT teymið hittist á sínum fyrsta fundi í Bilbao á Spáni í janúar 2018.

Að efla seiglu meðal ungmenna hjálpar þeim við að takast á við erfiðar aðstæður og viðhalda andlegri heilsu. UPRIGHT er heildstæð náglun, sniðin að ungmennum, fjölskyldum þeirra og skólasamfélaginu, sem stuðlar að vellíðan með því að auka færni þeirra í seiglu. Skólastjórar eru sammála um að að námsefni þar sem færni í seiglu er æfð og andlega heilsa og vellíðan í skólum sé þörf.

Unglingsárin eru mikilvægur tími þar sem grunnur að heilbrigðum þroska og andlegri vellíðan er lagður. Unglingar upplifa auknar kröfur til þess að ná árangri í skóla og lífinu almennt og með jákvæðum inngripum í skólum er mögulega hægt að sporna við þeirri aukningu sem orðið hefur á andlegri vanlíðan með unglinga.

UPRIGHT verkefnið mun auka þá þekkingu sem nú er til staðar um geðrækt í skólum með áherslu á unglinga, kennara þeirra og fjölskyldur. Árangur UPRIGHT verður metinn út frá mismunandi sjónarhornum: andlegri heilsu, seiglu, vellíðan og lífsgæðum. Foreldrar, nemendur og kennarar svara spurningalista þar sem komið er inn á þessa þætti. Farið er með öll gögn sem trúnaðarmál.

Hingað til hefur kennslan gengið vonum framar og hafa kennarar tekið vel í námsefnið sem og nemendur og annað starfsfólk skólanna. Þátttaka kennara og starfsfólks skólanna var mjög góð í öllum þátttökulöndum, en alls hafa um 290 kennarar farið á námskeið til þess að mega kenna efnið. Þeir voru sannarlega áhugasamir og jákvæðir í garð námsefnisins  og það verður gaman að vinna með þeim áfram. Kennarar sem hafa setið kennslunámskeið UPRIGHT til að fá að kenna þeim. Þeir segja m.a. að UPRIGHT gefi ráð við erfiðum aðstæðum innan skólans og að námsmsefnið veiti öryggistilfinningu.

Góður rómur UPRIGHT er farinn að dreifast og höfum við fengið  fyrirspurnir frá skólum og sveitarfélögum sem vilja fá að vera með og byrja að kenna það. Það er því miður ekki mögulegt að á meðan um rannsóknarverkefni er að ræða. Hins vegar þegar árangur verkefnisins hefur verður metinn verður námsefnið aðgengilegt fyrir alla skóla sem áhuga hafa á að vinna með UPRIGHT efnið.

Skólaárið 2018-19 fór verkefnið af stað í fimm Evrópulöndum. Uppskeran er heil UPRIGHT fjölskylda sem telur yfir 2.200 unglinga og 1.800 fjölskyldur. Þrátt fyrir þessa góðu þátttöku þá þurfum við að auka þátttöku fjölskyldna á þessu skólaári (2019-20) til þess að ná takmarki okkar sem er 6.000 foreldrar og 6.000 unglingar. Því biðjum við ykkur um að taka þátt og svara spurningalistunum þegar þið fáið beiðni um það.

Samanburðarskólar (þeir sem ekki kenna námsefnið) eru lykilaðilar í mati á efninu. Í hágæða rannsóknarverkefnum, þar sem markmiðið er að komast að því hvort inngrip, sem í þessu tilfelli er að stuðla að vellíðan og seiglu í skólanum, samanborið við engin inngrip skipti máli. Að hafa samanburðarskóla er lykilatriði og samfélagslegur ávinningur. Því er mjög mikilvægt að þátttaka þeirra sé einnig góð. Þessi gögn munu hjálpa vísindasamfélaginu og stjórnvöldum að taka ákvarðanir um hvort námsefnið hafi áhrif og stuðli að jákvæðum heilsukúltúr í skólum.

Lesa meira

Vellíðan fyrir alla (skólaárið 2019-20),  sem felur í sér verkefni í skólanum þar sem allt starfsfólk skólans, nemendur, fjölskyldur þeirra, nágrannar og allt umhverfið er boðin þátttaka. Markmiðið er að vinna að vellíðunar skólamenningu. Bæði íhlutunar- og samamburðarskólarnir verða beðnir um að svara spurningalistum í lok skólaársins (apr/maí 2020).

Vellíðan fyrir okkur hefur nú annað árið sitt (skólaárið 2019-20). Ungmenni (í 7. og 9. bekk) sömu íhlutunarskóla og í fyrra, sem og fjölskyldur þeirra verður boðin þátttaka í verkefninu. Bæði íhlutunar- og samanburðarskólarnir verða beðnir um að svara spurningalistum tvisar sinnum á skólaárinu (okt-nóv 2019 og apríl/maí 2020).

Copyright ©  2019 UPRIGHT, All rights reserved.

© The UPRIGHT project. All rights reserved
Webmaster: Serafina Agnello