Kæru UPRIGHT vinir,
Nú þegar árið 2020 er senn á enda sendum við ykkur þriðja fréttabréf UPRIGHT. Það er óhætt að segja að árið hafi verið óvenjulegt sökum COVID-19 faraldursins sem hefur haft áhrif á okkur öll. Við vonum að ykkur hafi liðið vel á þessum tímum. Það er margt sem við getum tekið með okkur frá þessum tíma m.a. að samvinna hefur aldrei verið jafn mikilvæg og það að þjálfun seiglu til þess að vera betur í stakk búin að takast á við nýjar áskoranir.
Fyrir frekari upplýsingar um UPRIGHT verkefnið er hægt að fylgja okkur á samfélagsmiðlum og skoða heimasíðu verkefnisins.
Megin markmið UPRIGHT verkefnisins er að stuðla að vellíðan unglinga með því að efla seiglu þeirra; það er að segja getu þeirra til þess að takast á við krefjandi verkefni unglingsáranna. Jafnframt er verkefninu ætlað að stuðla að vellíðan innan skólasamfélagsins í heild þar sem kennarar og annað starfsfólk skólanna ásamt foreldrum eru lykilpersónur. UPRIGH verkefnið er með þeim fyrstu sem leggur áherslu á geðrækt og vellíðan barna og ungmenna.
Með rannsókninni viljum við leggja okkar að mörkum við þá þekkingu sem nú þegar er til staðar á lífi og líðan barna og ungmenna. Til þess að ná því markmiði er mikilvægt að allt skólasamfélagið taki þátt í UPRIGHT, bæði með því að kynna sér efnið og með því að svara spurningalistunum. Það gerir okkur kleift að meta árangur UPRIGHT verkefnisins. Framlag hvers og eins er mikilvægt til þess að meta stöðuna á hverjum tímapunkti, fyrir rannsóknina og komandi kynslóðir.
Fimmti samráðsfundur UPRIGHT hópsins fór fram á netinu í október sl. Upphaflega ætluðum við að hittast í Wroclaw í Póllandi en sökum COVID-19 gátum við ekki hist þar að þessu sinni. Á þessum fundi var lögð áhersla á framkvæmd og mat á UPRIGHT verkefninu. Fulltrúar allra samstarfsaðila sóttu fundinn og ræddu framvindu og komandi tímabil verkefnisins.
Síðari fundardagurinn byrjaði á fundi með utanaðkomandi ráðgjafahópi okkar í siðferði rannsókna. Þar var þeim gerð grein fyrir þeim áhrifum sem COVID-19 hefur haft á framkvæmd og mat á UPRIGHT verkefninu. Þeirra framlag og ráðleggingar eru mikilvægar fyrir réttindi, öryggi og vellíðan þátttakenda í UPRIGHT.
Heilt yfir tókst fundurinn vel og við þökkum stjórnendum verkefnisins fyrir vel skipulagðan fund og öðru samstarfsfólki fyrir þeirra framlag. Það er mikilvægt að hittast í vinnu sem þessari. Við munum halda áfram að þróa UPRIGHT og það er aldrei mikilvægara en núna. Það er von okkar að UPRIGHT verkefnið komi til með að hjálpa nemendum, fjölskyldum og kennurum við að aðlagast breyttum aðstæðum, núna og í framtíðinni.
Bryndís Jóna Jónsdóttir sérfræðingurinn okkar í núvitund deildi með okkur greininni „Litlu augnablikin eru lífið okkar“. Í greininni hvetur hún okkur til þess að rækta tengsl okkar, vera til staðar fyrir hvert annað og minnir okkur á núvitund þurfi alls ekki að vera flókin. Hver dagur, hvert augnablik felur í sér fullt af tækifærum til að færa athyglina í núið. Jafnvel bara að taka eftir litlu brosi, bliki í augum eða snertingu getur fært okkur í núið. Það hjálpar okkur að taka af sjálfsstýringunni, draga úr hraðanum og streitunni.
Allir geta þjálfað sig í núvitund og við fullorðna fólkið getum hjálpað þeim sem yngri eru hvort sem það er á heimilum eða í skólum. Við stuðlum að auknu jafnvægi og vellíðan með því að vera meðvituð um að grípa tækifærin til að upplifa augnablikið þegar við áttum okkur á að við erum andlega fjarverandi. Það er mikilvægt að ræða þetta við börn og ungmenni og skapa þeim aðstæður til að næra sína núvitund. Hversdagslegar athafnir geta verið dýrmæt tækifæri til að þjálfa okkur í að vera til staðar með því að stilla inn á skynfærin okkar og upplifa. Stutt stund þar sem við sitjum saman og fylgjumst með andardrættinum, skoðum í kringum okkur eða spyrjum okkur þeirra spurningar „hvernig líður mér?” Tengja þannig við lífið okkar og upplifa það á meðan það er að gerast.
Heilræði fyrir heimili og skóla – bæði fyrir börn og fullorðna:
Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Copyright © 2020 UPRIGHT, All rights reserved.